Þjónustuskrifstofa Félaga háskólamenntaðra sérfræðinga (FHS) leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra samskipta og þjónustu.
Um nýtt starf er að ræða sem annars vegar felur í sér þjónustu við félagsmenn og hins vegarinnleiðingu nýrra og framsækinna lausna á því sviði.
Georg Brynjarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Þjónustuskrifstofu FS. Skrifstofan er þjónustueining sem rekin er af fimm aðildarfélögum BHM. Georg hefur störf þann 1. september næstkomandi.
Georg hefur starfað sem hagf...
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 eru án hliðstæðu. Heildarumfang aðgerðanna gæti numið yfir 230 ma.kr., sem felst annars vegar í frestun greiddra gjalda og hins vegar auknum útgjöldum, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Auk þess mun ríkissjóður styðja við hagkerfið með lægri skatttekjum og auknum útgjöldum sem leiða af verri efnahagsaðstæðum. Þessar víðtæku aðgerðir leggjast á sveif með lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, bindiskyldu og sveiflujöfnunarauka.
Ágæti félagsmaður
Meðfylgjandi eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og reiknivélar sem þú getur nýtt þér við mat á nýjum kjarasamningi fimm stéttarfélaga við ríkið.
Atkvæðagreiðslan mun standa til klukkan 15:00, föstudaginn 8. nóvember. Maskína rannsóknir mun sjá um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu. Fáir þú ekki atkvæðaseðil í pósti skaltu kanna hvort hann hafi lent í ruslpóstvörn í tölvupóstforriti þínu og í kjölfarið leita til þjónustuskrifstofu FHS félaganna í síma 595-5169 eða með tölvupósti á anna@bhm.is.
Um sameiginlega kosningu félaganna fimm er að ræða þar sem einfaldur meirihluti allra greiddra atkvæða í heild ræður því hvort samningurinn er samþykktur eða honum hafnað.