Símtalsbeiðni

Þú getur bókað símtal við sérfræðing varðandi erindi sem tengjast starfsemi séttarfélags þíns eða kjörum þínum og réttindum.

Ef þú getur lýst erindi þínu stuttlega auðveldar það okkur að velja réttan þjónustufulltrúa og tryggir að símtalið nýtist betur.

Ekki er gerð krafa um að fylla út kennitölu, en það getur auðveldað undirbúning símtalsins ef kennitala fylgir bókuninni.

Einnig er í boði að stofna formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrárkerfi okkar. Sú leið gæti átt betur við ef um er að ræða flókið eða viðkvæmt erindi.

Við bendum líka á þann möguleika að senda okkur almenna fyrirspurn, ef þú heldur að það eigi betur við.

Til þess að geta svarað símtalsbeiðnum biðjum við um nafn og símanúmer. Skráning kennitölu er valkvæm. Upplýsingar um innsendar fyrirspurnir eru vistaðar í gagnagrunni og málaskrárkerfi þjónustuskrifstofunnar. Í persónuverndarstefnu okkar er að finna nánari lýsingu á því hvernig við vinnum með persónuupplýsingar af þessu tagi.