Kjarakannanir

Kjarakönnun BHM 2014

Heildarniðurstöður könnunar yfir afkomu og önnur starfstengd mál er varðar félagsmenn aðildarfélaga BHM hafa nú verið birtar.  Könnunin var lögð fyrir alla félagsmenn sem voru í starfi þann 1. nóvember 2013 og fór fram dagana 13. mars - 28.apríl 3014. Hún er mjög lík þeirra víðamiklu kjarakönnun sem framkvæmd var 2012 og kom út 2013.

Hér má sjá Kjarakönnun BHM 2014

Víðamikil kjarakönnun

Bandalag háskólamanna, BHM, lét framkvæma kjarakönnun fyrir bandalagið og aðildarfélög þess. Könnunin var lögð fyrir félagsmenn sem voru í starfi í nóvember 2012 og fór fram dagana 15. mars - 22. apríl 2013. Könnunin nær til marga þátta er varða kaup og kjör, m.a. um laun, launamun kynjanna, starfsánægju, stöðu á vinnumarkaði, aukastörf, vinnutíma og fleira.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að konur eru að meðaltali í meirihluta innan aðildarfélaga BHM eða um 70,1%. BHM-konan er að meðaltali 46 ára. Þá kemur einnig fram að karlar eru líklegri til að bera fjárhagslega ábyrgð og hafa starfsmenn undir sinni stjórn en konur.

Til hliðar má sjá niðurstöður fyrir félögin:

FÍF- Félag íslenskra félagsvísindamanna
FHSS- Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
Fræðagarður
SBU- Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðingar
SL- Stéttarfélag lögfræðinga 

Svæði