Upplýsingar um félagsgjöld og greiðslur í sjóði BHM
Félagsgjöld
Félagsgjöld sem dregin eru mánaðarlega af launum félagsmanna og vinnuveitandi gerir skil á eru mismunandi eftir félögum þannig að hjá:
- Fræðagarði kt. 491079-0459 ( 679), eru félagsgjöldin 0,95% af heildarlaunum
- Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga, kt. 511290-2369 (670), eru félagsgjöldin 1,0 % af heildarlaunum.
- Félagi íslenskra félagsvísindamanna, kt. 690481-0149 (693), eru félagsgjöldin 0,90 af heildarlaunum.
- Stéttarfélagi lögfræðinga, kt. 521081-0239 (672), eru félagsgjöldin 0,85% af heildarlaunum.
- Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, kt. 620187-1869 (692), eru félagsgjöldin 0,70% af heildarlaunum.
Greiðslur vinnuveitanda í sjóði
Mótframlagið er mismunandi eftir kjarasamningum:
Í orlofssjóð BHM 0,25% af heildarlaunum.
Í starfsmenntunarsjóð BHM 0,22% af heildarlaunum.
Í styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum (opinberir starfsmenn;sjálfseignarstofnanir sem byggja á ríkissamningi).
Í sjúkrasjóð BHM 1% af heildarlaun (almennur markaður).
Í vísindasjóð hvers félags 1,5% af föstum dagvinnulaunum *
Í starfsþróunarsetur háskólamanna 0,7% af heildarlaunum.
Sveitarfélög greiða 0,1% af heildarlaunum í Þróunarsjóð vinnumarkaða skv. bókun í kjarasamningi.
Sjúkrasjóður er einungis fyrir starfsmenn á almennum vinnumarkaði. Aðrir greiða í styrktarsjóð. Aldrei greitt í báða í einu.
* Ekki lengur greitt fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríki. Greitt er í vísindasjóð fyrir félagsmenn sem taka laun eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar. Aðild að sjóðnum er valkvæð fyrir félagsmenn á almennum markaði.
Iðgjöld til Starfsendurhæfingarsjóðs, VIRK, eru 0,1% af heildarlaunum og eru innheimt af viðkomandi lífeyrissjóði, sjá nánar á heimasíðu Virk.
Bankaupplýsingar og skilagreinar
Hvernig á að ganga frá skilagreinum?
Iðgjaldaskil
Launagreiðendum ber að senda skilagreinar fyrir hvern mánuð með sundurliðun á öllum iðgjöldum til sjóða og stéttarfélaga fyrir hvern launþega til BHM, fyrir 10. hvers mánaðar. Nauðsynlegt er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein.
Krafa myndast í netbanka launagreiðanda þegar skilagrein hefur borist og hún hefur verið bókuð. Eigi greiðsla sér ekki stað fyrir eindaga eru reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga til greiðsludags.
Gjalddagi er 15. dagur næsta mánaðar eftir útborgunarmánuð en eindagi síðasti virki dagur gjalddaga mánaðar.
Bankareikningur BHM v/iðgjalda 0336-26-50000 kt. 630387-2569.
Skil úr launakerfi
- Senda má skilagrein rafrænt með XML (sjá skilagrein.is) eða með SAL færslu á netfangið skbib@bhm.is. Launþeginn verður að vera merktur með réttu stéttarfélagsnúmeri, réttum innheimtuaðila (BHM 2999) og gildum færslutegundum svo hægt sé að senda rafrænt.
- BHM úthlutar ekki notendanafni/lykilorði, launagreiðandi getur stofnað sitt eigið.
Nýtt! Rafræn iðgjaldaskil
- Rafrænt skilagreinaform BHM.
- Sjálfstætt starfandi og smærri fyrirtæki á almenna vinnumarkaðnum sem ekki skila iðgjöldum inn beint úr launakerfi, geta skilað iðgjöldunum inn í gegnum ofangreint rafrænt skilagreinaform. Formið er einfalt í notkun og birtist útreikningur sjálfkrafa. Notendur þurfa að ákveða í hvaða sjóði þeir ætla ekki greiða, með því að haka við þá sjóði sem þeir vilja sleppa. Athugið að færa þarf inn upphæð í báða launadálka ef félagsgjöldin eru reiknuð af dagvinnulaunum, þó svo að um sömu launaupphæð er að ræða. Einnig er nauðsynlegt að fara vel yfir upplýsingarnar áður en ýtt er á "senda"
Tölvupóstur, bréfpóstur og fax
- Netfang fyrir skilagreinar: skilagreinar@bhm.is.
- Póstfang fyrir skilagreinar sem berast í bréfpósti: Bandalag háskólamanna v/BIB, Borgartúni 6, 105 Reykjavík
- Faxnúmer: 595 5101