Laun í atvinnuleysi
Lög nr.54/2006 gilda um atvinnuleysistryggingar launamanna eða sjálfstætt starfandi einstaklinga á innlendum vinnumarkaði þegar þeir verða atvinnulausir. Markmið laganna er að tryggja launamönnum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum tímabundna fjárhagsaðstoð meðan þeir eru að leita sér að nýju starfi eftir að hafa misst fyrra starf sitt.
Vinnumálastofnun hefur umsjón með öllu er tengist atvinnuleysistryggingum fyrir einstaklinga í atvinnuleit.