Dagpeningar

Ríki og sveitarfélög

Greiða skal gisti- og fæðiskostnað innanlands með dagpeningum sé um það samkomulag eða ekki unnt að leggja fram reikninga. Dagpeningar á ferðlögum innanlands skulu vera þeir sömu og Ferðakostnaðarnefnd ríksins ákveður. Fyrirfram skal af stofnun og starfsmanni ákveðið hvaða háttur er hafður á greiðslu hverju sinni.

Annar ferðakostnaður en fargjöld á ferðum erlendis skulu greiðast með dagpeningum sem Ferðakostnaðarnefnd ríkisins ákveður. Af dagpeningum á ferðalögum erlendis ber að  greiða allan ferðakostnað, annan en fargjöld, svo sem kostnað vegna ferða að og frá flugvöllum, fæði, húsnæði, minni háttar risnu og hvers konar persónuleg útgjöld.

Almennur vinnumarkaður

Kostnaður vegna ferðalaga innanlands skal greiðast eftir reikningi en greiða skal dagpeninga ef um það er samið eða ekki hægt að leggja fram reikninga. Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríksins hafi fyrirtæki ekki sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar.

 

 

 

 

Svæði