Fæðingarorlof
Foreldrar öðlast rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði eftir að hafa verið samfellt í 6 mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir fæðingardag barns eða þann tíma þegar barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða varanlegt fóstur. Starfshlutfall í hverjum mánuði þarf að vera a.m.k. 25%.
Fæðingarorlofssjóður er í vörslu Vinnumálastofnunar og starfar í umboði félagsmálaráðherra. Sjóðurinn annast greiðslur til foreldra sem njóta réttinda til greiðslna í fæðingarorlofi.
Ýtarlegar upplýsingar um fæðingar- og foreldraupplýsingar má finna á vef Fæðingarorlofssjóðs faedingarorlof.is.
Greinargóðar upplýsingar um fæðingar- og foreldraorlof má finna á vef Bandalags háskólamanna bhm.is.