Lífeyrissjóðir

Iðgjaldagreiðslur og ellilífeyrisgreiðslur

Greiðslur í lífeyrissjóð

Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er rétt og skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs samkvæmt lögum nr. 129/1997.

Iðgjald til öflunar lífeyrisréttinda skal ákveðið í sérlögum, kjarasamningi, ráðningarsamningi eða með öðrum hætti.  Lágmarksiðgjald skal vera a.m.k. 12% af iðgjaldsstofni. Aðild að lífeyrissjóði, greiðslu lífeyrisiðgjalds og skiptingu iðgjaldsins milli launamanns og launagreiðanda fer eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein eða sérlögum ef við á.  Taki kjarasamningur ekki til viðkomandi starfssviðs eða séu ráðningarbundin starfskjör ekki byggð á kjarasamningi velur viðkomandi sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa.  Aðild að lífeyrissjóði skal tiltaka í skriflegum ráðningarsamningi.

Samanburður á iðgjaldagreiðslum lífeyrissjóða:

 Iðgjöld:

 

LSR-A heildarlaun

 

 LSR-B dagvinnulaun

 LSS-A  LSS-VAlmennir lífeyrirsj.
 Sjóðfélaga             4%                   4%  4% af hl.  4% af hl.   4% af hl.
 Launagreiðanda           11,5%                 8%  12% af hl.  8% eða 11,5% af hl.   8% af hl.
 Alls           15,5%                12%  16% af hl.  15,5% af hl.   12% af hl.

 

Hér má finna nánari upplýsingar um eftirtalda sjóði:

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR)
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS)

Greiðslur í séreignarsjóð

Vegna ákvæða laga um frestun skattlagningar, sem fela það í sér að draga má greidd lífeyrisiðgjöld allt að 8% af heildarlaunum frá skattstofni, þá er heimilt að greiða allt að 2% af heildarlaunum sem iðgjald í séreignarsjóð til viðbótar við lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð.  Sjóðfélagar í séreignasjóð eiga þá jafnan kost á mótframlagi frá launagreiðanda sem getur numið allt að 2,0% til viðbótar.

Vakin er athygli á vef Landssamtaka lífeyrissjóða, Gott að vita,  en þar er að finna greinargóða umfjöllun um lífeyrismál í víðu samhengi.

 

Svæði