Orlofsfé vegna yfirvinnu eða vaktavinnu
Starfsmaður á mánaðarlaunum heldur sínum launum í orlofi og ráðast launin af fjölda áunninna orlofsdaga. Orlofsfé vegna yfirvinnu eða vaktavinnu er lagt inn jafnóðum á sérstakan orlofsreikning starfsmanns í banka eða spariðsjóði og er laust til útborgunar frá miðjum maí ár hvert. Orlofsfé er einnig greitt af launum tímakaupsfólks sem og öllum mánaðarlaunum þegar um skemmri ráðningar er að ræða.
Starfsmaður ríkis eða sveitarfélaga sem vinnur yfirvinnu eða fær álagsgreiðslur, s.s. vegna vaktavinnu eða bakvakta, samkvæmt kjarasamningi, fær orlofsfé af þeirri vinnu sem hér segir:
Opinberir starfsmenn (ríkisstarfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga)
Aldur | Orlofsprósenta |
---|---|
<30ára | 10,17% |
30 ára | 11,59% |
38 ára | 13,04% |
Almennur vinnumarkaður (samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga BHM og SA)
Starfsaldur | Orlofsprósenta |
---|---|
lágmarksviðmið | 10,17% |
eftir 5 ár í sömu starfsgrein | 10,64% |
eftir 5 ár hjá sama vinnuveitanda | 11,59% |
eftir 10 ár hjá sama vinnuveitanda | 13,04%* |