Almennur markaður
Í kjarasamningi félaganna við Samtök atvinnulífsins er fjallað um vinnuslys og atvinnusjúkdóma í kafla 4.2.
Þar segir að við vinnuslys kosti vinnuveitandi flutning hins slasaða til heimilis eða sjúkrahúss og endurgreiði honum eðlilegan útlagðan sjúkrakostnað í hverju tilfelli, annan en þann sem almannatryggingar greiða.
Þá segir að í hverju vinnuslysa-eða atvinnusjúkdómastilfelli sem orsakist við vinnuna eða af henni til flutnings til og frá vinnustað, greiði atvinnurekandi laun fyrir dagvinnu í allt að 3 mánuði enda gangi dagpeningar frá Tryggingastofnun ríkisins vegna þessara daga til atvinnurekanda.
Ríki og sveitarfélög
Í kjarasamningi félaganna við ríki og sveitarfélög segir að auk þeirra launa sem fólk á rétt á í veikindum (sjá umfjöllun um laun í veikindum á síðunni) bætist við réttur til mánaðarlauna skv.gr. 1.1.1. í kjarasamningnum í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Laun greiðast þó ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.
Þeir sem ráðnir eru í tímavinnu eða skemur en 2 mánuði eiga rétt á dagvinnulaunum í 13 vikur eða 91 dag ef óvinnufærni starfar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi. Lausráðinn starfsmaður sem starfað hefur samfellt. í a.m.k. 12 mánuði nýtur sömu réttinda og fastráðinn á meðan ráðning hans stendur.