Hvað gerir þjónustuskrifstofan fyrir þig?
Skrifstofan þjónar félagsmönnum þeirra 5 stéttarfélaga sem standa að rekstri hennar.
Meðal verkefna þjónustuskrifstofunnar eru:
- Að aðstoða félagsmenn á sviði kjara- og réttindamála.
- Að aðstoða við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.
- Að aðstoða félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.
- Að vinna að gerð kjarasamninga fyrir stéttarfélögin fimm bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórna félaganna. Hvert stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt.
- Að aðstoða við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.
- Að aðstoða við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.