Umræðan

Framkvæmdarstjóri

Þjónustuskrifstofa FS leitar að öflugum framkvæmdastjóra til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og ríka samskiptahæfni. Hlutverk FS er að þjónusta fimm stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna. 

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn FS og ber ábyrgð á þjónustuskrifstofu félaganna. Viðkomandi starfar náið með formönnum aðildarfélaganna að markmiðum FS. Leitað er að einstaklingi til að stýra og móta starfsemi mjög sjálfstæðra sérfræðinga í margþættu og síbreytilegu umhverfi.

Helstu verkefni:

  • Daglegur rekstur skrifstofu og félaga.
  • Starfsmannahald skrifstofu.
  • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni Kjarasamninga.
  • Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna.
  • Móttaka og meðhöndlun gagna.
  • Undirbúningur funda og gagnaöflun.
  • Seta í nefndum og stjórnum í umboði skrifstofu og félaga.
  • Ýmis tilfallandi verkefni og samskipti fyrir hönd aðildarfélaganna.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

Háskólamenntun/háskólapróf á sviði viðskipta, hagfræði, stjórnunar eða sambærileg menntun.
Yfirgripsmikil þekking á vinnumarkaðsmálum og innsýn í breytingar sem eru framundan í þeim.
Yfirgripsmikil þekking á starfsemi og starfsumhverfi stéttarfélaga.
Stjórnunarreynsla og reynsla af störfum félagasamtaka.
Þekking á samningagerð og reynsla af samningavinnu.
Frumkvæði og metnaður til árangurs í starfi.
Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
Gott vald á íslensku og ensku, kunnátta í einu öðru Norðurlandamáli er kostur.

 

Um Þjónustuskrifstofuna

Þjónustuskrifstofa FS er þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. Samtals eru félagsmenn nálægt 4800.

Æskilegt væri að umsækjandi:

  • Hafi þekkingu á alþjóðlegu starfsumhverfi stéttarfélaga.
  • Hafi þekkingu á málefnum tengdum háskólamenntun.
  • Hafi þekkingu á málefnum tengdum sí- og endurmenntun.

Stefnt er að því að ganga frá ráðningu í starf framkvæmdastjóra í maímánuði og að viðkomandi komi til starfa í byrjun september í haust.


Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl næstkomandi. 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is)

Sjá nánar á capacent.com
https://capacent.com/is/radningar/storf/thjonustuskrifstofa-fs/framkvaemdastjori-24625/


Svæði