Umræðan

Spurt og svarað um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19

Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 eru án hliðstæðu. Heildarumfang aðgerðanna gæti numið yfir 230 ma.kr., sem felst annars vegar í frestun greiddra gjalda og hins vegar auknum útgjöldum, skattalækkunum og lánafyrirgreiðslu með ríkisábyrgð. Auk þess mun ríkissjóður styðja við hagkerfið með lægri skatttekjum og auknum útgjöldum sem leiða af verri efnahagsaðstæðum. Þessar víðtæku aðgerðir leggjast á sveif með lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, bindiskyldu og sveiflujöfnunarauka. 

Aðgerðunum er fyrst og fremst ætlað að vinna gegn atvinnuleysi og tímabundnum tekjumissi einstaklinga með hlutaatvinnuleysisbótum, aðgengi að séreignarsparnaði, frestun skattgreiðslna fyrirtækja og fyrirgreiðslu vegna rekstrarlána til þeirra. Þegar bein áhrif faraldursins verða í rénun verður stutt myndarlega við endurreisn hagkerfisins með auknum opinberum framkvæmdum sem stuðla að langtímahagvexti, skattaafslætti vegna vinnu á verkstað og átaki í markaðssetningu Íslands fyrir ferðamenn.    

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=5019e212-3ce9-491e-aaaf-7d8617cfab77#Tab1


Svæði