595 5165
Flýtilyklar
Umræðan
Starf Verkefnastjóra samskipta og þjónustu auglýst til umsóknar!
Verkefnastjóri samskipta og þjónustu
Þjónustuskrifstofa Félaga háskólamenntaðra sérfræðinga (FHS) leitar að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra samskipta og þjónustu. Um nýtt starf er að ræða sem annars vegar felur í sér þjónustu við félagsmenn og hins vegar innleiðingu nýrra og framsækinna lausna á því sviði.
Starfssvið
• Verkefnastjórn stefnumótunar og innleiðingar nýrra lausna í samskiptumog þjónustu stéttarfélaga.
- Þjónusta við félagsmenn á sviði kjara- og réttindamála.
- Eftirfylgni stærri verkefna og fyrirspurna.
- Umsjón með vefsíðum, samfélagsmiðlum og stafrænum lausnum starfseminnar.
- Gerð og eftirfylgni þjónustu- og samskiptaáætlunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking á stafrænum lausnum á sviði þjónustu og markaðssetningar.
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í samskiptum.
- Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
- Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri.
- Þekking á breytingastjórnun er æskileg.
- Þekking á kjara- og réttindamálum og reynsla af starfsemi stéttarfélaga kostur.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Þjónustuskrifstofa FHS er þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna: Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. Samtals eru félagsmenn um fimm þúsund talsins. Fyrir eru starfsmenn skrifstofunnar fimm.
Umsóknarfrestur er til og með 18.nóvember nk.
Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með ráðningarferlinu hafa Auður Bjarnadóttir hjá Vinnvinn (audur@vinnvinn.is) og Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri FHS (georg@bhm.is).
SJÁ NÁNAR HÉR