Þjónustuskrifstofa FHS

Þjónustuskrifstofa FHS er til húsa í Borgartúni 6. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.

Þjónustuskrifstofa FHS er til húsa í Borgartúni 6. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.

Anna S. Ragnarsdóttir
Skrifstofustjóri

Anna er skrifstofustjóri hjá Fræðagarði og hefur starfað þar frá 2003. Hún hefur því langa reynslu af rekstri og þjónustu við félagsmenn. Anna ber ábyrgð á bókhaldi, aðföngum og skrifstofu félagsins.

Gauti Skúlason
Verkefnastjóri samskipta og þjónustu

Gauti er verkefnastjóri samskipta og þjónustu hjá Fræðagarði og hefur lokið námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Hann starfaði áður sem þjónustufulltrúi hjá BHM og sinnir alhliða þjónustu auk þess að bera ábyrgð á fyrirkomulagi samskipta við félagsfólk.

Georg Brynjarsson
Framkvæmdastjóri

Georg er framkvæmdastjóri Fræðagarðs og hagfræðingur að mennt. Hann hefur langa reynslu af verkefnum á sviði vinnumarkaðsmála og starfaði áður sem hagfræðingur BHM. Hann ber ábyrgð á rekstri þjónustuskrifstofunnar.

Halldór K. Valdimarsson
Fjármálastjóri

Halldór er í hlutastarfi sem fjármálastjóri félagsins en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri þess frá árinu 2008. Hann hefur því langa reynslu þegar kemur að rekstri stéttarfélaga og víðtæka aðra reynslu af vinnumarkaði. Halldór ber ábyrgð á fjármálum félagsins og sjóða þess.

Hjalti Einarsson
Verkefnastjóri kjaramála

Hjalti er verkefnastjóri kjaramála. Hann hefur meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði og er nú einnig í meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun. Hann hefur síðustu 14 árin unnið við rannsóknir og greiningu gagna og stjórnun verkefna á sviði kjara- starfsemis- og mannauðsmála. Hjalti hefur umsjón með kjaraviðræðum og eftirfylgni kjarasamninga hjá félaginu.

Júlíana Guðmundsdóttir
Lögfræðingur, hdl.

Júlíana er lögfræðingur að mennt og hefur héraðsdómslögmannsréttindi. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og sinnir alhliða verkefnum fyrir félagsfólk, ekki síst lagatengdum úrræðum.